Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkuð annríki lögreglu um helgina
Mánudagur 14. apríl 2003 kl. 17:21

Nokkuð annríki lögreglu um helgina

Töluvert annríki var hjá Lögreglunni í Keflavík um helgina. Á föstudag var tilkynnt var um stuld úr bifreið sem stóð á Hafnargötunni, en úr bifreiðinni var stolið farsíma, debetkorti og peningum. Bifreiðin var ólæst. Einn ökumaður var kærður á föstudag fyrir of hraðann akstur, en hann mældist á 120 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Á föstudagskvöld varð umferðaróhapp á Reykjanesbraut á móts við Seylubraut. Minniháttar meiðsl urðu á fólki.

Dagbók lögreglunnar í Keflavík

Föstudagurinn 11. apríl
Kl. 01:39 var tilkynnt um mikinn eld að Strandgötu 14, Sandgerði, en þar var m.a. áður starfrækt Fiskverkun Erlings Jónssonar. Slökkviliðið í Sandgerði og lögregla fóru á staðinn. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja fór á staðinn og aðstoð fengin frá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Einnig var fengin aðstoð frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli.
Er lögregla og slökkvilið kom á staðinn var mikill reykur upp úr þaki hússins. Skömmu síðar braust eldur upp úr þaki hússins. Vegna reyks og eldglæringa sem lagði yfir þurfti að rýma nokkur hús og fékk fólk sem þurfti að yfirgefa hús sín inni í Fræðasetrinu og íþróttahúsinu í Sandgerði.
Kl. 07:00 var slökkvistarfi að mestu lokið. Mikið tjón var á húsnæðinu, en í frystiklefum sem þarna eru munu hafa verið geymt refafóður. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort að það hafi skemmst í brunanum.
Ekki er ljóst um eldsupptök og er málið í rannsókn.
Kl. 11:34 var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við Heiðarholt í Keflavík í morgun. Einhver óviðkomandi hafði farið inn í ólæsta bifreið, sem stóð við heimahús og gramsað þar í hanskahólfi bifreiðarinnar og losað um framhlið á útvarpi. Engu stolið.
Kl. 12:02 var tilkynnt um þjófnað á handtösku með GSM síma að gerðinni Nokia 3310, debetkort og peningum. Þetta var tekið úr ólæstri bifreið sem lagt var við verslunargötu í Keflavík, þá skömmu áður. Ekki er vitað hver var að verki.
Það er ábending til eigenda og umráðamanna bifreiða að læsa þeim er þeir yfirgefa þær. ÞB.
Kl. 15:30 bar það til á Austurvegi í Grindavík að krakki á reiðhjóli hjólar utan í bifreið sem var á leið um Austurveg. Krakkinn datt af hjólinu, en meiddist ekki.
Kl. 16:40 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka of hratt á Reykjanesbraut, mældur á 120 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 20:27 var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut móts við Seylubraut. Minni háttar skemmdir urðu á þeim tveimur bifreiðum sem þar áttu í hlut og ekki urðu meiðsl á fólki.
Kl. 21:30 var kvartað undan miklum hávaða frá skólaskemmtun í sundlauginni í Garði. Lögreglumenn fóru á vettvang og ræddu við umsjónamenn sundlaugarinnar sem höfðu þá þegar lækkað hávaðann. Hávaðinn var það mikill að sögn tilkynnanda að ungabörn í nærliggjandi húsum vöknuðu upp af svefni.
Kl. 22:12 féll ölvaður maður í sjóinn í höfninni í Sandgerði. Svo vel vildi til að slökkvilið og lögregla voru stödd á bryggjunni þegar óhappið varð og með skjótum og markvissum handtökum var manninum snarað í land og varð honum ekki meint af volkinu.
Kl. 22:35 var tilkynnt um umferðaróhapp tveggja bifreiða á mótum Miðgarðs og Fagragarðs í Keflavík. Töluverðar skemmdir voru á annarri bifreiðinni en meiðs urðu ekki á fólki.

Laugardagurinn 12. apríl 2003.
Kl. 00:50 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að aka með 116 km/hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut. SB.
Kl. 08:52 var tilkynnt til lögreglu að fiskikar hafi fallið utan í starfskonu hjá Fiskverkun í Garði. Lögregla og sjúkrabifreið fóru á staðinn. Fiskikarið ca 600 kg hafði runnið af gaffallyftara og lent utan í annarri öxl konunnar. Sjúkrabifeið flutti hana á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi til frekari meðferðar.
Kl. 09:20 var tilkynnt um árekstur milli bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Aðalgötu í Keflavík. Þetta var mjög harður árekstur. Önnur bifreiðin endaði inni í húsagarði og á hús við gatnamótin. Bifreiðin var fjarlægð úr garðinum með kranabifreið, mikið skemmd. Ökumaður hennar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fékk að fara heim að skoðun lokinni.
Kl. 14:48 tilkynnti íbúi við Heiðarholt í Keflavík að kveikt hafi verið í þvotti á snúru utan við heimili hans í nótt og einhverju af þvotti stolið.
Kl.15:15 barst tilkynning til lögreglu að rúður hafi verið brotnar í íþróttavallarhúsinu í Njarðvík. Sjónarvottur sagði að þarna hafi þrír strákar brotið rúðurnar sem eru 5 að tölu, að stærðinni 120x150 cm. Strákarnir voru farnir, en vitað er hverjir þeir eru.
Kl. 16:54 kom tilkynnig frá Bláa-Lóninu um að stolið hafi verið þar úr fataskáp, fatnaði, gullúri, skóm og hnífi. Vörður á staðnum náði jakka af einum pilti, sem fór síðan burtu ásamt fleiri piltum sem voru á tveimur fólksbílum, annar var rauður en hinn svartur. Ekki er vitað hverjir þetta voru og eru sjónarvottar beðnir að gefa sig fram við lögregluna í Keflavík.
Kl. 20:47 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að aka bifreið sinni á Reykjanesbraut rétt austan við Njarðvíkurveg með 126 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km.
Kl. 21:44 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að aka bifreið sinni á Sandgerðisvegi móts við Rockville með 125 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km.
Kl. 22:14 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að aka um með fram-þokuljós bifreiðar tendruð á Garðvegi í Garði þrátt fyrir að verðufarsleg skilyrði gáfu ekki tilefni til notkunar slíkra ljósa.
Kl. 00:25 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að aka bifreið sinni á Reykjanesbraut í Hvassahrauni með 111 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km.
Kl. 01:25 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir stöðvunarskyldubrot á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis.
Kl. 01:36 var ökumaður fólksbifreiðar, sextán ára stúlka, kærð fyrir að aka bifreið um Njarðvíkurbraut í Njarðvík án þess að hafa öðlast ökuréttindi .
Kl. 05:32 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að aka bifreið sinni undir áhrifum áfengis um Heiðarhvamm í Keflavík.

Sunnudagurinn 13. apríl 2003.
Kl. 20:11 voru lögregla og sjúkralið kvödd að mótum Sandgerðisvegar og Miðnesheiðarvegar vegna bílveltu sem þar varð. Fjórir voru fluttir til sjúkrahúss í Keflavík með minni háttar áverka.
Kl. 20:20 var ökumaður fólksbifreiðar kærður á Hafnargötu í Grindavík fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis við akstur bifreiðar sinnar.
Kl. 22:17 var ökumaður fólksbifreiðar kærður fyrir að hafa ekið á 113 km hraða á Reykjanesbraut í Hvassahrauni þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Kl. 04:03 lögreglumenn óku fram á mannlausa fólksbifreið við hesthúsahverfið í Vogum. Við athugun reyndist þar vera stolin bifreið á stolnum númerum. Bifreiðinni hafði verið stolið í Reykjavík þann 2. apríl s.l. en númerunum hafði verið stolið í Garði 6. apríl s.l.
Kl. 05:25 tilkynnt var um eld í hjólbarða tengivagns vörubifreiðar við Smiðjuvelli í Keflavík móts við verslun Húsasmiðjunnar. Slökkvilið fór á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Eldsupptök voru ókunn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024