Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nokkrir á hraðferð
Sunnudagur 5. mars 2006 kl. 14:42

Nokkrir á hraðferð

Nokkrir ökumenn voru að flýta sér í gær og í nótt en lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á 121 km. hraða á Grindavíkurvegi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.

Einnig var ökumaður stöðvaður á Garðskagavegi á 117 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Lögreglumenn höfðu svo afskipti af ökumanni bifreiðar sem hann hafði ekki fært til skoðunar á tilsettum tíma fyrir árið 2005. Skoðunarmiðar voru settir á skráningarspjöld og frestur veittur í 7 daga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024