Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkrir á hraðferð
Mánudagur 1. ágúst 2005 kl. 13:18

Nokkrir á hraðferð

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar aðfararnótt sunnudags. Einn var stöðvaður á Njarðarbraut, en hann ók á 100 km hraða þar sem leyfður hraði er 50 km.   Tveir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut fyrir að aka á 125 km og 132 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. 

Í gærkvöldi voru tveir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut mældur hraði 118 og 121 km þar sem leyfður hraði er 90 km. Einn var stöðvaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á mótum Stekks og Njarðarbraut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024