Nóg að lesa og skoða í Víkurfréttum þessa viku
Víkurfréttir koma út í dag og er blaðið komið í dreifingu um öll Suðurnes. Fyrir ykkur sem ekki hafið þolinmæði í að bíða eftir blaðinu inn um lúguna, þá má sjá rafræna útgáfu blaðsins hér að neðan.
Í blaði vikunnar er m.a. rætt við Arnór B. Vilbergsson menningarverðlaunahafa í Reykjanesbæ. Einnig kynnum við okkur læsisverkefni á leikskólanum Holti, ræðum við Sigurð Wíum Árnason sem hefur verið duglegur að styrkja góð málefni í sveitarfélaginu. Við förum í Kjörbúðina í Garði, sýnum myndir frá opnun sýningar í Rokksafni Íslands, kíkjum í fögnuð hjá Bergrafi og á förum á sýningar í DUUS safnahúsum. Þá er myndarleg íþróttaumfjöllun og fjölmargt annað í blaðinu.