Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nóg að gera í Grindavík þrátt fyrir sumarfrí
Nýtt íþróttahús er í byggingu í Grindavík
Laugardagur 28. júlí 2018 kl. 09:25

Nóg að gera í Grindavík þrátt fyrir sumarfrí

Í Grindavík er nóg að gera hjá flestum stofnunum þrátt fyrir að margar þeirra séu lokaðar yfir hásumarið og margir starfsmenn í sumarfríi. Viðhaldsvinna og framkvæmdir eru á fullu í bænum og eru sumarfríin nýtt í það að sinna nauðsynlegu viðhaldi af fjölmörgum byggingum sem Grindavíkurbær á. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

„Það er því í mörg horn að líta fyrir Sigurð Rúnar Karlsson, umsjónarmann fasteigna hjá bænum, en hann smellti af nokkrum myndum fyrir okkur í vikunni sem veita áhugaverða innsýn í þá vinnu sem fer fram á bakvið tjöldin þessa dagana.
Víða er unnið í kapphlaupi við tímann enda styttist í að skólarnir opni á ný og þá hefur ekki alltaf viðrað nógu vel til að sinna vinnu utandyra. Iðnaðarmennirnir hafa því orðið að sæta lagi en sumarið lét loksins sjá sig í vikunni og þá fór allt á fullt,“ segir á heimasíðu Grindavíkur. Hægt er að skoða fleiri myndir af framkvæmdum bæjarins á heimasíðunni grindavik.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024