Nóg að gera hjá björgunarsveitum
Björgunarsveitir á Suðurnesjum höfðu í nógu að snúast vegna óveðursins sem gekk yfir landið á sunnudagsmorgun. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var ræst um klukkan 04 aðfaranótt sunnudag og Björgunarsveitin Suðurnes um klukkan 08. Í báðum tilvikum var um hefðbundinn óveðursútköll að ræða, fjúkandi trampólín og lausir þakkantar, en engin stór atvik.