Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 18. janúar 2000 kl. 10:16

NÖFN ÞEIRRA SEM LÉTUST

Nöfn þeirra sem létust um helgina hafa verið birt. Ungi maðurinn sem lést í umferðarslysi á Spáni hét Hlynur Þór Sigurjónsson, 23 ára, búsettur í Heiðarholti 4 í Keflavík. Hann var fæddur 6. desember 1976. Hann lætur eftir sig unnustu. Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Garðskagavegi á laugardag hét Einvarður Albertsson, til heimilis að Eyjaholti 10 í Garði. Hann var rúmlega fimmtugur. Hann lætur eftir sig fjögur börn. Þá rannsakar lögregan í Keflavík lát ungs manns sem fannst skammt frá heimili sínu á fimmta tímanum á mánudagsmorgun. Ungi maðurinn hét Örlygur Sturluson. Hann var leikmaður úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur og talinn einn efnilegasti körfuknattleiksmaður Íslands. Dánarorsök Örlygs er ókunn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024