Nöfn mannanna sem taldir eru af
Þrír menn eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk úti fyrir ströndum Noregs í gær.
Nöfn þeirra sem eru taldir af:
Magnús Þórarinn Daníelsson, Mávatjörn 17, Reykjanesbæ, fæddur árið 1947. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Magnús var skipstjóri Hallgríms SI-77.
Gísli Garðarsson, Vatnsholti 26, Reykjanesbæ fæddur árið 1949. Hann lætur eftir sig eiginkonu.
Einar G. Gunnarsson, Logafold 29, Reykjavík, fæddur 1944. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn.
Sjómaðurinn sem komst lífs af hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann ætlar sér að leita áfallahjálpar á Íslandi.