Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Njósnir við Njarðvíkurhöfn?
Falda myndavélin í afturglugga bifreiðarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 26. febrúar 2013 kl. 16:42

Njósnir við Njarðvíkurhöfn?

Falin myndavél er í bifreið sem lagt hefur verið við Njarðvíkurhöfn. Bifreiðin er skráð í eigu bílaleigu norðan heiða. Myndavélinni er beint að hafnarsvæðinu. Þeir sem starfa við höfnina fannst bifreiðin grunsamleg og við skoðun kom í ljós að myndavél er falin skut bifreiðarinnar og myndar út um afturglugga.

Pétri Jóhannssyni, hafnarstjóra Reykjaneshafnar, var ekki kunnugt um tilvist földu myndavélarinnar þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann nú áðan. Öll spjót beinast að Fiskistofu og sagðist Pétur ætla að ræða málið við Fiskistofumenn.

„Ég er núna á Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjanesbæjar. Fiskistofumenn eru í næsta bíl á eftir mér. Þeir hljóta að koma við í kaffi,“ sagði Pétur í samtali við Víkurfréttir.

Falda myndavélin hefur jafnframt verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umrædd bifreið. Starfsmenn við höfnina eru ósáttir við að vera myndaðir með falinni myndavél.