Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Njarðvíkurskóli verður fangelsi fyrir Falun Gong liða
Mánudagur 10. júní 2002 kl. 18:31

Njarðvíkurskóli verður fangelsi fyrir Falun Gong liða

Njarðvíkurskóli verður notaður sem fangelsi fyrir Falun Gong liða ef þörf krefur þegar Jiang Zemin, forseti Kína kemur til landsins á morgun. Falun Gong liðar hafa fordæmt bann á hreyfingu sinni og hafa ætlað að mótmæla komu forsetans til landsins að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2 nú undir kvöld. Íslensk stjórnvöld ætla að neita félögum Falun Gong-hreyfingarinnar um vegabréfsáritanir til landsins eða afturkalla þær, en yfirvöld eiga von á fjölda mótmælenda.Ekki er þó búið að ákveða hvort nota þurfi Njarðvíkurskóla sem fangelsi á meðan forseti Kína verður hér í heimsókn en þó hafa starfsmenn þar verið að undirbúa "fangakomu" í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024