Njarðvíkurskóli stækkar
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stækkun Njarðvíkurskóla á fundi sínum þann 25. janúar s.l. Grenndarkynning hefur farið fram og frestur til að gera athugasemdir við hana rann út 24. janúar. Engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynninguna og því samþykkti nefndin stækkunina.Framkvæmdir eru þegar hafnar og var meðfylgjandi ljósmynd tekin á vettvangi við Þórustíg sl. mánudag.