Njarðvíkurskóli framlengir samning við Björgunarsveitina Suðurnes
-Samið til tveggja ára
Síðustu ár hefur Njarðvíkurskóli í samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes boðið nemendum í 9. og 10. bekk upp á valgreinina Unglingadeildin Klettur. Nemendur sækja þá þjálfun hjá unglingadeildinni og fá það metið sem val í skólanum. Samstarfið hefur gengið mjög vel og í síðustu viku var skrifað undir nýjan samstarfssamning til tveggja ára. Markmið samstarfsins er meðal annars að efna tengsl skóla og björgunarsveitar og hvetja nemendur til þátttöku í starfi björgunarsveita. Á myndinni má sjá Guðna og Þorgerði fulltrúa frá Björgunarsveitinni Suðurnes við undirskriftina.