Njarðvíkurskóli fékk flotta endurgjöf frá Landvernd
Njarðvíkurskóli fékk heimsókn fá Landvernd sl. mánudag þar sem könnuð var staða umhverfismála í skólanum. Skólinn hefur verið með Grænfánann í rúman áratug og var kominn tími á endurnýjun.
Skólinn fékk mikið hrós fyrir þá vinnu sem hefur farið fram innan skólans. Skólinn hefur sett sér þemu sem hann vinnur eftir en þau eru að efla vægi hreyfingar í skólastarfi og útikennslu, að viðhalda flokkunarmenningu skólans, að draga úr matarsóun og að auka þátttöku grenndarsamfélagsins.
Njarðvíkurskóli fékk flotta endurgjöf frá Landvernd og fær skólinn afhentan nýjan fána á næstunni sem verður fimmti grænfáni skólans, segir í frétt á vef Njarðvíkurskóla.