HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Njarðvíkurskóli fær nýtt merki
Mánudagur 5. apríl 2004 kl. 14:33

Njarðvíkurskóli fær nýtt merki

Nýtt merki hefur verið tekið upp fyrir Njarðvíkurskóla. Hönnuður þess er Valbjörg Ómarsdóttir, sem er nemandi í 10. bekk skólans, en hún sigraði í samkeppni sem haldin var í þeim tilgangi að hanna merki skólans þar sem á annað hundrað tillögur bárust.
Tillaga Valbjargar, sem nú er orðin að merki skólans er ákaflega stílhreint. Hugsunin á bak við merkið er hús með nemendum og fólki inni í því, en á bak við er rísandi sól sem táknar framtíðina.
Eric Farley myndlistarkennari og garfískur hönnuður hafði yfirumsjón með keppninni og útfærði að lokum tillögu Valbjargar til prentunar.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025