Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Njarðvíkurskóli fær (H)rós ársins
Sunnudagur 16. mars 2003 kl. 11:27

Njarðvíkurskóli fær (H)rós ársins

Njarðvíkurskóli hefur hlotið viðurkenningu ársins frá Reykjanesbæ fyrir notkun á upplýsingatækni í skólastarfi. Samráðshópur um upplýsingamál afhenti (H)rós ársins í skólanum nú í vikunniog tók Gylfi Guðmundsson skólastjóri á móti þeim fyrir hönd síns starfsfólks. Njarðvíkurskóli hefur verið í forystu við nýtingu á upplýsingatækni meðal grunnskóla Reykjanesbæjar og að mati samráðshópos hefur hann farið fyrir sínu fólki með frumkvæði, atorku og jákvæðu viðhorfi.
Skólinn hyggst halda áfram á sömu braut og gat Gylfi þess við afhendingu viðurkenningarinnar að nú gætu foreldrar nálgast upplýsingar um börn sín á upplýsingavef skólans í gegnum Mentor. Þar eru kennarar byrjaðir að skrá inn vinnuáætlanir og jafnvel mætingar og því auðveldara fyrir foreldra að fylgjast með námi barna sinna, segir á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024