Njarðvíkurskóli bauð nemendum í veislu
Krakkar í Njarðvíkurskóla voru heldur betur heppinn nú á dögunum þegar skólinn bauð þeim upp á ekta jólamat. Það er árlegur viðburður hjá Njarðvíkurskóla að bjóða nemendum sínum alvöru jólamat með öllu en þetta er mjög hátíðleg stund. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit inn þá voru krakkarnir að byrja að snæða og var ekki annað að sjá en að þau væru hæstánægð með þetta frábæra framtak.
Myndin: Þessar tvær vinkonur voru heldur betur í stuði þegar ljósmyndarinn tók þessa mynd VF-myndin: Atli Már