Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Njarðvíkurskógar álitlegir fyrir nýtt tjaldstæði Reykjanesbæjar
Einkaaðili er að útbúa tjaldstæði í Innri Njarðvík. Reykjanesbær skoðar Njarðvíkurskóga fyrir tjaldstæði bæjarins.
Þriðjudagur 10. nóvember 2020 kl. 09:34

Njarðvíkurskógar álitlegir fyrir nýtt tjaldstæði Reykjanesbæjar

Miðað við úttekt skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar koma Njarðvíkurskógar og Víkingaheimar best út fyrir nýtt tjaldstæði Reykjanesbæjar hvað varðar staðsetningu, stærð og nálægð við þjónustu.

Ókostur Víkingaheima er fjarlægð í alla afþreyingu og staðsetningu mögulegra viðburða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkurskógar eru þar skörinni hærra vegna möguleika á sveigjanleika á stærð svæðisins og nálægðar við verslun og þjónustu, náttúru, íþróttamannvirki og Reykjanesbraut auk fjarlægðar frá næstu íbúabyggð, þó án þess að vera í jaðri byggðar.

„Í Njarðvíkurskógum er gert ráð fyrir tjaldsvæði í aðalskipulagi og svæðið er spennandi útivistarsvæði í þróun sem býður upp á margvíslega möguleika,“ segir í minnisblaði sem lagt var fyrir fund umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar 6. nóvember síðastliðinn.