Njarðvíkur- og Holtaskóli eigast við í Ræðukeppni grunnskólanna og Fjörheima í kvöld
Fyrsta umferð í fjögurra liða úrslitum Ræðukeppni Grunnskólanna og Fjörheima fer fram í Njarðvíkurskóla í kvöld. Það eru lið Njarðvíkurskóla og Holtaskóla sem keppast um að komast í úrslit og hefst keppnin kl. 20.
Umræðuefni kvöldsins er „tökum bandaríkin til fyrirmyndar“ og mælir Holtaskóli með en Njarðvíkurskóli á móti. Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með.