Njarðvíkingar sigruðu Hamar
Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Hamarsmönnum í Lengjubikar karla í körfubolta í gær. Lokatölur urðu 74-84 fyrir Njarðvíkinga en þeir leiddu nánast frá upphafi. Hjá Njarðvíkingum hélt Travis Holmes uppteknum hætti en hann skilaði 22 stigum í gær. Elvar Már Friðriksson var með 18 stig og Cameron Echols var með 15, Hjörtur Hrafn Einarsson var svo með 12 stig.
Í kvöld leika svo Keflvíkingar og Grindvíkingar í Lengjubikarnum en bæði eiga liðin útileiki.
Fjölnir-Grindavík 19:15
Valur-Keflavík 19:30