Njarðvíkingar pirraðir á flugvélahávaða
Íbúar í Njarðvík eru margir hverjir þreyttir á mikilli flugumferð yfir byggðina í Njarðvík.Vegna framkvæmda á norður/suður flugbraut Keflavíkurflugvallar er óhjákvæmilegt annað en að beina allri flugumferð á austur/vestur flugbraut en aðflugsstefnan er yfir byggðina í Njarðvík.Unnið er að viðgerðum á ljósabúnaði og er áætlað að þeim framkvæmdum ljúki í lok ágúst samkvæmt tilkynningu frá flugvallarstjóranum í Keflavík í Víkurfréttum 11. maí sl.