Njarðvíkingar komnir í jólaskap
 Kveikt var á jólatrénu við Ytri Njarðvíkurkirkju sl. laugardag en tréð var gjöf frá vinabænum Pantrup í Danmörku.
Kveikt var á jólatrénu við Ytri Njarðvíkurkirkju sl. laugardag en tréð var gjöf frá vinabænum Pantrup í Danmörku.Stórhríð var rétt áður en kveikt var á trénu en bæjarbúar létu það ekki aftra sér og klæddu sig bara í almennilega útifatnað. „Hvað heldur þú að maður láti veðrið á sig fá“, var einni konu að orði. Krakkarnir veltust um í snjónum, boðið var upp á heitt kakó, unglingar frá æskulýðsmiðstöinni Fjörheimum voru með upplestur og Grýla, Leppalúði og synir þeirra komu í heimsókn.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				