Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Njarðvíkingar harma falsið
Halldór Karlsson, formaður Kkd. UMFN er grunaður um að hafa falsað undirskrift formanns Keflavíkur. Halldór hefur sent afsökunarbeiðni á atvikinu.
Fimmtudagur 8. febrúar 2024 kl. 22:25

Njarðvíkingar harma falsið

„Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur harmar þau vinnubrögð sem höfð voru varðandi félagsskipti leikmanns Keflavíkur þegar skil á félagsskiptaeyðublaði til KKÍ áttu sér stað,“ segir í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur en heitar umræður hafa skapast um falsaða undirskrift formanns Kkd. Keflavíkur með félagaskiptum Írenu Sólar Jónsdóttur úr Keflavík í Njarðvík.

Ingvi Þór Hákonarson, formaður Kkd. Keflavíkur segist ekki hafa skrifað undir félagaskiptin þó undirskrift hans sé á pappírum.

KKÍ stöðvaði félagasamskiptin á meðan rannsókn hefur væri í gangi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um málið og sitt sýnist hverjum. Fyrrum leikmaður UMFN, Jóhannes Kristbjörnsson, hleypti illu blóði í Keflvíkinga þegar hann tjáði sig um málið þegar hann reyndi að segja að þetta væri nú ekki stórmál.

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir m.a.:

„Við hörmum að hafa brugðist trausti nágranna okkar en samstarf okkar hefur alltaf verið faglegt og byggt á virðingu. Vinnubrögð þessi eru okkur ekki sæmandi og eru ekki til eftirbreytni.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur biður alla hlutaðeigandi afsökunar.

Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar;
Halldór Karlsson
formaður KKD UMFN.