Níu teknir fyrir of hraðan akstur
Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi og mældist sá er hraðast ók á 133 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur.
Annars var lítið um að vera hjá lögreglu og nóttin tíðindalítil.