Miðvikudagur 31. janúar 2007 kl. 09:33
Níu teknir fyrir of hraðan akstur
Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum í nótt. Þá voru 10 ökutæki boðuð í skoðun. Að öðru leyti var nóttin tíðindalaus.
Um daginn var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr í Vogunum og réttindalaus ökumaður var stöðvaður í Sandgerði.