Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Níu Suðurnesjamenn í prófkjöri hjá Pírötum
Föstudagur 5. ágúst 2016 kl. 11:16

Níu Suðurnesjamenn í prófkjöri hjá Pírötum

Þessa dagana fer fram prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, en 25 einstaklingar bjóða sig fram á lista kjördæmisins. Á listanum má finna fjölbreyttan hóp einstaklinga og eru níu frambjóðendur frá Suðurnesjunum, átta karlar og ein kona.

Í tilkynningu frá Pírötum í Suðurkjördæmi kemur fram að frambjóðendur hafa sett sér siðareglur þess efnis að koma heiðarlega fram, greiða ekki fyrir prófkjörsauglýsingar og stunda ekki smölun á fólki til að ganga í flokkinn einungis til að kjósa viðkomandi í prófkjörinu. Einnig geta þátttakendur í prófkjörinu skrifað undir valkvæmt heiðursmannasamkomulag þar sem þeir gangast undir að fylgja grunngildum Pírata ellegar að láta næsta manni eftir stöðu sína á listanum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Prófkjörinu í Suðurkjördæmi lýkur þann 12. ágúst. Hér fyrir neðan er listi yfir Suðurnesjafólk sem bjóða fram krafta sína í prófkjöri Pírata.

Trausti Björgvinsson frá Reykjanesbæ
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/trausti-bjorgvinsson/

Albert Svan frá Reykjanesbæ
http://piratar.is/kosningar/profkjor-althingiskosningar/profkjor-sudur/frambjodendur-sudur/

Kári Jónsson frá Sandgerði
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/kari-jonsson/

Hólmfríður Bjarnadóttir frá Reykjanesbæ
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/holmfridur-bjarnadottir/

Andri Steinn Harðarson frá Reykjanesbæ
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/andri-steinn-hardarson/

Þórólfur Júlían Dagsson frá Reykjanesbæ
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/thorolfur-julian-dagsson/

Friðrik Guðmundsson frá Reykjanesbæ
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/fridrik-gudmundsson/

Ármann Halldórsson frá Grindavík
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/armann-halldorsson/

Halldór Berg Harðarson frá Sandgerði
http://piratar.is/kosningar/frambjodendur/halldor-berg-hardarsson/