Níu manns handteknir
Lögreglan á Suðurnesjum handtók níu manns í gærkvöldi í tveimur húsleitum í Reykjanesbæ og einni í Vogum. Á öllum stöðunum fundust ætluð fíkniefni og eða steralyf. Koma þessar aðgerðir í framhaldi af fyrri aðgerðum lögreglunnar gegn fíkniefnibrotamönnun á Suðurnesjum. Sérsveit og fíkniefnadeild tollstjórans tóku einni þátt í þessum aðgerðum.
Fyrir um hálfun mánuði síðan gerði lögreglan húsleitir á nokkrum stöðum í umdæminu þar sem 12 manns voru handteknir. Þá var einnig farið á skemmtistaði og leitað á fjölda einstaklinga.