Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Níu manna rúta keyrði niður ljósastaur
Sunnudagur 21. október 2007 kl. 09:52

Níu manna rúta keyrði niður ljósastaur

Óhapp varð á Reykjanesbraut skammt vestan við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Þar var smárútu ekið á ljósastaur. Samtals voru níu aðilar í rútunni en enginn slasaðist. Ljósastaurinn féll á jörðina við höggið.

Á dagvaktinni í gær hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af þremur ökumönnum vegna hraðaksturs, tveir óku á 79 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst og einn mældist á 94 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Má hvor eiga von á sekt að upphæð 25-30 þúsund krónum.

Tveir voru stöðvaðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt og einn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.

Mynd úr safni VF
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25