Níu fartölvum stolið úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Brotist var inn í Fjölbrautarskóla Suðurnesja í nótt og þaðan stolið níu IBM fartölvum, sem hver um sig er metin á 176.000 krónur og því er tjón skólans mikið. Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hjá lögreglunni í Keflavík, segir að innbrotsþjófarnir hafi farið inn um glugga á annarri hæð skólans norðan megin. Hann biður þá sem hafa orðið varir við mannaferðir þarna í nótt að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2400. Málið er í rannsókn