Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Níu ára slökkviliðsmaður bjargaði heimilinu
Laugardagur 1. október 2011 kl. 23:00

Níu ára slökkviliðsmaður bjargaði heimilinu

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var í kvöld kallað að einbýlishúsi við Eikardal í Reykjaesbæ þegar eldur í kamínu fór úr böndunum. Einnig var sjúkralið og lögregla send á vettvang.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar slökkviliðið kom á staðinn hafði 9 ára gamall íbúi í húsinu náð í slökkvitæki og slökkt allan yfirborðseld. Það var því lítið annað að gera fyrir slökkviliðið en að reykræsta húsið.

Að sögn slökkviliðs fór allt vel að lokum og engum varð meint af. Móðir með börn leitaði þó skjóls í sjúkrabílnum á meðan húsið var reykræst og hundarnir á heimilinu voru bundnir fyrir utan húsið.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi í kvöld.

VF-myndir: Hilmar Bragi