Níu á hraðferð og einn stútur undir stýri
Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum í gærdag. Sá er hraðast ók mældist á 163 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Eigendur/umráðamenn 6 bifreiða voru boðaðir í skoðun með bifreiðar sínar vegna vanrækslu á aðalskoðun. Einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og reyndist sá einnig er að var gáð sviptur ökuréttindum.
Eigendur/umráðamenn 6 bifreiða voru boðaðir í skoðun með bifreiðar sínar vegna vanrækslu á aðalskoðun. Einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og reyndist sá einnig er að var gáð sviptur ökuréttindum.