Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Nítján grindvískir túnfiskar í japanskt sushi
  • Nítján grindvískir túnfiskar í japanskt sushi
    Einn af þeim réttum sem hægt er að gera úr túnfiski, hrísgrjónum og wasabi.
Fimmtudagur 13. ágúst 2015 kl. 13:58

Nítján grindvískir túnfiskar í japanskt sushi

– Jóhanna Gísladóttir GK á túnfiskveiðum suður af landinu

Jóhanna Gísladóttir GK kom til Grindavíkur í gærmorgun með nítján fallega túnfiska eftir fyrstu veiðiferð sumarsins. Vísir hf. í Grindavík gerir skipið út til túnfiskveiða en þetta er annað sumarið í röð sem skipið stundar þennan veiðiskap en nú er byrjað þremur vikum fyrr en í fyrra.

„Við erum að prófa hvernig markaður og veiðar á túnfiski eru í ágústmánuði. Við viljum frekar nota þann tíma en október. Fyrsta veiðiferðin gekk alveg þolanlega og skilaði 19 fiskum í land og við erum alveg sæmilega bjartsýnir á að áhöfnin hafi náð góðum tökum á þessum veiðum og við notum reynslu okkar frá því í fyrra til að koma túnfisknum á markað í Japan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í samtali við Víkurfréttir.

Túnfiskurinn er mjög verðmætur en hann verður sendur með flugi til Japan þar sem hann verður seldur á uppboði á stærsta fiskmarkaði heims. Í Japan fer túnfiskurinn á japanska sushi-staði en um 10.000 krónur eru að fást fyrir kíló af túnfiski á japanska markaðnum. Því fylgir einnig mikill kostnaður að koma fisknum á markaðinn í Japan með flugfrakt. Gengið er frá hverjum fiski í sérstakar kistur hér heima en túnfiskurinn er verkaður undir eftirliti sérfræðings með 45 ára reynslu frá japanska fiskmarkaðnum. Þá er vel fylgst með hitastiginu á hverjum fiski á leiðinni á markaðinn og m.a. síriti fyrir hitastig í hverri flutningskistu.

Pétur bindur miklar vonir við túnfiskveiðarnar en fyrirtækið er með 32 tonna kvóta sem er um 170 fiskar.

Túnfiskurinn verkaður í Grindavík í gær.







Í höfuðstöðvum Vísis hf. var boðið til kynningar á túnfiskveiðunum og viðstöddum boðið að smakka á japönsku sushi með túnfiski frá Grindavík.



Sushi með túnfiski frá Vísi í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024