Nikkelsvæðið: Stærra íþróttasvæði en Laugardalurinn í Reykjavík
Mikil bylting er framundan í íþróttamálum í Reykjanesbæ, en framkvæmdir við íþróttasvæðið ofan Reykjaneshallar í Njarðvík hefjast á morgun, föstudag.
Um er að ræða svæði sem er umfangsmeira en Laugardalurinn í Reykjavík, en þar er fyrirhuguð framtíðaraðstaða íþróttafélaganna í bænum. Í fyrsta áfanga verkefnisins verður byggð upp aðstaða fyrir knattspyrnudeild UMFN, en svæðið sem Njarðvíkurvöllur stendur á núna verður tekið undir þjónustuíbúðarkjarna aldraðra.
Æfingasvæðið verður tilbúið um mitt næsta sumar, en í framhaldinu verður ráðist í byggingu á nýjum keppnisvelli og stúku til afnota fyrir bæði UMFN og Keflavík auk æfingaaðstöðu fyrir Keflavík. Ráðgert er að aðalleikvangurinn verði tilbúinn vorið 2008.
Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, mun hrinda framkvæmdum af stað á táknrænan hátt með aðstoð formanns Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Jóhanns B. Magnússonar, formanns Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Einars Haraldssonar og formanns Ungmennafélags Njarðvíkur, Kristjáns Pálssonar.
Kynningarfundur um framkvæmdirnar hefst í Íþróttaakademíunni kl. 13.30 og verður verkefnið þá kynnt í máli og myndum.
Um er að ræða svæði sem er umfangsmeira en Laugardalurinn í Reykjavík, en þar er fyrirhuguð framtíðaraðstaða íþróttafélaganna í bænum. Í fyrsta áfanga verkefnisins verður byggð upp aðstaða fyrir knattspyrnudeild UMFN, en svæðið sem Njarðvíkurvöllur stendur á núna verður tekið undir þjónustuíbúðarkjarna aldraðra.
Æfingasvæðið verður tilbúið um mitt næsta sumar, en í framhaldinu verður ráðist í byggingu á nýjum keppnisvelli og stúku til afnota fyrir bæði UMFN og Keflavík auk æfingaaðstöðu fyrir Keflavík. Ráðgert er að aðalleikvangurinn verði tilbúinn vorið 2008.
Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, mun hrinda framkvæmdum af stað á táknrænan hátt með aðstoð formanns Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Jóhanns B. Magnússonar, formanns Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Einars Haraldssonar og formanns Ungmennafélags Njarðvíkur, Kristjáns Pálssonar.
Kynningarfundur um framkvæmdirnar hefst í Íþróttaakademíunni kl. 13.30 og verður verkefnið þá kynnt í máli og myndum.