Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nikkelsvæðið skiptir um eigendur
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 10:51

Nikkelsvæðið skiptir um eigendur

Nikkelsvæðið hefur verið selt fyrirtækinu Miðlandi ehf og ráðgera nýir eigednur að hefja lóðasölu þar fljótlega í maí. Um talsvert landsvæði er að ræða, 51,5 hektara eða sem samsvarar 103 knattspyrnuvöllum. Deiliskipulag vegna svæðisins hefur nýlega verið auglýst en í því er gert ráð fyrir blandaðri íbúabyggð, aðallega einbýlishúsum.

Kaupverð hefur ekki verið gert opinbert ennþá en fyrri eigendur munu hafa greitt 150 milljónir fyrir svæðið fyrir u.þ.b. þremur árum. Reikna má með að verðmæti þess hafi hækkað talsvert síðan þá. Að sögn Elíasar Georgssonar, sem ásamt Sverri Sverrissyni á Miðland ehf, telst það nokkuð sérstakt að svona land skuli vera í eigu einkaaðila, en þegar ríkissjóður auglýsti landið til sölu á sínum tíma var það selt hæstbjóðanda og var það tilboð talsvert hærra en önnur sem bárust. Elías segir staðsetningu svæðisins mjög ákjósanlega fyrir íbúabyggð en frá miðju hverfisins séu aldrei meira en 1500 metrar í nánast alla þjónustu bæjarins.

Mynd: Það verður varla svona berangurslegt um að litast á Nikkel-svæðinu innan fárra ára. Þarna mun rísa blómleg byggð.
Ljósm: elg/Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024