Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Niðurstöður rannsóknar á brotlendingu liggja fyrir
Föstudagur 26. júlí 2013 kl. 10:50

Niðurstöður rannsóknar á brotlendingu liggja fyrir

Flugvélin hugðist fara í fráhvarfsflug en missti hæð og lenti á maganum

Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í gær tilkynningu um að áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudagsmorgun hafi ætlað sér að gera tilraun til fráhvarfsflugs. Flugvélin hins vegar missti hæð og lenti á flugbrautinni með hjólin í uppréttri stöðu. 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa fengið aðstoð við rannsókn frá ráðgjöfum sem komu að hönnunarferli flugvélarinnar sem og frá fulltrúa rússneskra flugyfirvalda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðflugið virðist hafa verið með eðlilegum hætti og var lendingarbúnaður settur niður í lágfluginu. Þegar vélin flaug yfir brautina hugðist áhöfnin setja hjólabúnaðinn aftur upp að nýju til þess að hefja fráhvarfsflug. Í því missti flugvélin hæð og lenti á maganum.