Niðurstöður íbúaþings kynntar í kvöld
Niðurstöður íbúaþings í Reykjanesbæ sem haldið var laugardaginn 10. september sl. verða kynntar í kvöld.Kynningin fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 20:00 og verða kynntar niðurstöður hinna ýmsa hópa sem tóku þátt í þinginu.Markmið með íbúaþingum er að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumótun eða ákvarðanatöku sem snertir þeirra umhverfi. Umsjón með íbúaþingi Reykjanesbæjar hefur Alta sem hefur mikla reynslu í skipulagningu íbúaþinga.