Niðurstöðu að vænta á næstu vikum
Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) er nú að afla gagna vegna öryggislendingar farþegaþotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli á föstudagskvöld. Niðurstöðu má vænta á næstu vikum samkvæmt eðlilegum gangi slíkra rannsókna, segir á mbl.is í dag.
Sem kunnugt er bilaði lega í einu hjóla flugvélarinnar sem olli því að hjólið læstist og datt af þegar vélin hóf sig til lofts. Alls voru 191 um borð. Lendingin tókst giftusamlega.