Niðurstaða úr samræmdum prófum vonbrigði
„Niðurstöður samræmdra prófa og útkoma Gerðaskóla í þeim eru vonbrigði fyrir alla og stefnan sett á að bæta árangur verulega. Meirihluti D-lista stefnir að því að nú þegar verði gangið frá samningum við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Þar sem tekin verði upp verði upp fræðslustefna sem byggir á stefnu skrifstofunnar og mikill metnaður hefur verið lagður í. Þetta er talið nauðsynlegt til að ná fram árangri í skólastarfinu sem er ásættanlegur miðað við það fjármagn og kostnað sem bæjarfélagið hefur lagt til uppbyggingar í nýjum skóla“.
Þetta kemur fram í bókun fulltrúa D-lista í skólanefnd Garðs á fundi skólanefndar vegna niðurstöðu úr samræmdum prófum. Tillaga að samstarfssamningi verði lögð fyrir skólanefnd sem fyrst og samningurinn lagður til samþykkar á bæjarstjórnarfundi 7. desember nk.