Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 15. júní 2000 kl. 14:46

Niðurstaða í máli Húsaness í næstu viku

Niðurstaða í máli Húsness og bæjaryfirvalda, mun væntanlega liggja fyrir í næstu viku, en málið er nú til meðferðar hjá Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar.Framkvæmdum á byggingu verslunar 10-11, við Hafnargötu 51-55 í Keflavík, var frestað fyrir nokkrum vikum, vegna formgalla á grenndarkynningu. Frestun framkvæmda hafði í för með sér fjárhagslegt tjón fyrir byggingaverktakann. Þegar formlegri grenndarkynningu lauk sl. þriðjudag, höfðu þrjár athugasemdir borist. Tvær þeirra lýstu ánægju sinni með bygginguna en nokkrir skiluðu sameiginlegu áliti þar sem þeir mótmæltu byggingunni af ýmsum ástæðum. Skipulags- og byggingarnefnd er nú með málið til umfjöllunar og mun taka afstöðu til fyrirliggjandi athugasemda. Ef tillaga nefndarinnar verður sú að endurnýja eigi byggingarleyfi Húsaness, mun bæjarstjórn afgreiða málið endanlega á bæjarstjórnarfundi nk. þriðjudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024