Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Niðurskurður framundan hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum
Föstudagur 7. mars 2008 kl. 17:14

Niðurskurður framundan hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum

Stórfelldur niðurskurður er framundan hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Til stendur að segja upp 15 tollgæslumönnum, 15 lögreglumönnum og 23 starfsmönnum í öryggisdeild, samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Þá verða ráðningar sumarafleysingamanna í lágmarki. Fundarhöld hafa verið um málið í dag.

„Ég hef í raun ekkert annað að segja en að embættinu ber að halda sig innan ramma fjárlaga[…]það er rétt að þessi mál eru til skoðunar,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri, þegar VF hafði samband við hann nú síðdegis. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd: Dómsmálaráðherra og Ríkislögreglustjóri komu til Suðurnesja um þar síðustu áramót og boðuðu stóreflingu löggæslu á svæðinu við sameiningu lögregluembættanna. VF-mynd: elg.