Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Niðurrif bygginga á Vallarheiði hafið
Þriðjudagur 20. janúar 2009 kl. 15:54

Niðurrif bygginga á Vallarheiði hafið

 
Nú er unnið að því að rífa niður nokkrar byggingar í gömlu herstöðinni á Vallarheiði. Um er að ræða ónýtar byggingar sem eru börn síns tíma og svaraði ekki kostnaði að endurnýja. Það hefur legið fyrir alveg frá þeirri stundu að Íslendingar tóku yfir herstöðina að eitthvað af byggingum myndi víkja.
 
Annars vegar er unnið að því að rífa tveggja hæða byggingu úr steini í nágrenni Háaleitisskóla og hins vegar er verið að rífa síðustu húsin í "kínahverfinu" svokallaða, en það eru timburhús nánægt gamla aðalhliðinu.
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá stórvirka vinnuvél að störfum í húsinu við Háaleitisskóla á Vallarheiði um hádegisbilið í dag.
 
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024