Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Niðurgreiðslur til dagforeldra hækkaðar
Sunnudagur 7. janúar 2018 kl. 07:00

Niðurgreiðslur til dagforeldra hækkaðar

Niðurgreiðslur Reykjanesbæjar til dagforeldra í bæjarfélaginu verða hækkaðar um 10 þúsund krónur fyrir hvert barn, en það var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á dögunum. Niðurgreiðslunar fara þar með úr 40 þúsund krónum í 50 þúsund krónur.

Þá samþykkti bæjarstjórn fyrir skemmstu hækkun á hvatagreiðslum til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og ungmenna um sjö þúsund krónur og frá og með 1. janúar 2018 eru hvatagreiðslurnar samtals 28 þúsund krónur með hverju barni frá sex ára aldri til átján ára aldurs. Réttur til  nýtingar hvatagreiðslu  var um áramótin hækkaður úr sextán árum í átján ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024