Niðurgreiða strætó fyrir börn og ungmenni um 80%
Bæjarráð Sandgerðis leggur til við bæjarstjórn Sandgerðisbæjar að niðurgreiðsla sveitarfélagsins á fargjöldum í strætisvagna nemi 80% heildarkostnaðar fargjalda fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 -16 ára.
Greinargerð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Sveitarfélagsins Garðs og frístunda- og forvarnarfulltrúa Sandgerðisbæjar vegna niðurgreiðslu bæjarfélaganna á fargjöldum í strætisvagna til ungmenna var lögð fyrir síðasta fund bæjarráðs Sandgerðis og var Sigurður Hilmar Guðjónsson frístunda- og forvarnafulltrúi gestur fundarins og fór hann yfir málið.