Niðurgreiða fyrir dagforeldra í Grindavík
	Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt tillögur bæjarráðs um niðurgreiðslu á námskeiðum fyrir dagforeldra. Bæjarráð hafði lagt til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögur:
	
	1. Grindavíkurbær samþykkir að greiða niður námskeið fyrir dagforeldra.
	
	a. Allir dagforeldrar í Grindavík sem starfa á grundvelli bráðabirgðaleyfa skulu eiga rétt á 100% niðurgreiðslu
	
	b. Allir dagforeldrar sem sækja um og fá leyfi til og með 31.12.2016 skulu eiga rétt til 100% niðurgreiðslu
	
	c. Allir dagforeldrar sem sækja um og fá leyfi frá og með 1.1.2017 skulu eiga rétt til 50% niðurgreiðslu
	
	2. Grindavíkurbær samþykkir að veita árlegan búnaðarstyrk að fjárhæð kr. 50.000,- til allra dagforeldra sem starfa á grundvelli almenns leyfis.
	
	3. Grindavíkurbær samþykkir að veita aukna niðurgreiðslu (50%) til þeirra dagforeldra er gæta eigin barna.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				