Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Niðurföll hafa vart undan
Mánudagur 22. desember 2008 kl. 14:31

Niðurföll hafa vart undan



Bæjarstarfsmenn í Reykjanesbæ hafa í nógu að snúast þessa stundina við að hreinsa frá niðurföllum. Talsverður vatnselgur hefur myndast hér og þar í bænum þar sem niðurföll hafa vart undan enda mikið snjómagn að bráðna í vatnsveðrinu.
Þá voru björgunarsveitamenn í Garði kallaðir til eftir hádegið þegar bárujárnsplötur af gömlum skúr tóku að losna.
Rétt er að benda fólki á að athuga niðurföll við hús sín og lausa muni. Búast má við að vind lægi eitthvað með kvöldinu. Á aðfangadag er svo aftur búist við hvassri sunnanátt og rigningu en þá verður snjórinn líklega að mestu horfinn þannig að við fáum rauð jól í ár.

Mynd: Dagurinn er fremur grámyglulegur eins og þessi mynd ber með sér. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024