Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nicolas Cage lenti á Íslandi
Föstudagur 6. ágúst 2004 kl. 16:27

Nicolas Cage lenti á Íslandi

Starfsmönnum IGS flugþjónustu brá heldur betur í brún þegar stórleikarinn Nicolas Cage dúkkaði óvænt upp á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu.

Einkaþota leikarans millilenti til að taka eldsneyti og mat á leiðinni frá Ítalíu til Bandaríkjanna. Með honum í för voru margir fjölskyldumeðlimir, m.a. sonur hans og barnsmóðir ásamt bróður Cage og fjölskyldu hans.

Þau höfðu stutta viðkomu en í stuttu spjalli við Kristján Inga Þórðarson, starfsmann IGS, og félaga hans spurði hann meðal annars hvers vegna Kevin Costner væri svo oft hér á landi og hvað hann væri að gera. Cage hafði mikinn áhuga á Íslandi og hafði greinilega kynnt sér málið.

Hann sagðist örugglega koma aftur og þá stoppa lengur en reiknaði frekar með að koma að hausti til því dagbjartar sumarnætur væru honum ekki að skapi.

Mynd: Kristján Ingi og Nicolas Cage

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024