Nicholas Cage og Lisa Marie Presley í Leifsstöð
Hollywood-leikarinn Nicholas Cage hafði viðkomu ásamt spúsu sinni, Lisu Marie Presley, í Leifsstöð nú síðdegis. Með þeim í för voru einnig þrjú börn Lisu Marie. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru þau á leið frá Bandaríkjunum til Frakklands, en það hefur ekki fengist staðfest. Einkaþota þeirra millilenti hér til að taka eldsneyti og þá var notaður tími til að kíkja í verslanir í Leifsstöð.Nicholas Cage var eitthvað illa upplagður í dag og kom ekki út úr einkaþotunni meðan hún hafði viðkomu í Keflavík. Lisa Marie Presley og börnin þrjú gerðu sér hins vegar glaðan dag í flugstöðinni. Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, komst í augnabliks návígi við Lisu og börnin þrjú en ekki gafst færi á að stilla þeim upp í myndatöku. Miðað við þann farangur sem þau báru með sér úr þjónustbifreið Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, þá hafa þau látið nægja að skoða vöruúrvalið í Leifsstöð, því ekki voru þau hlaðin pokum eða pökkum.
Myndin: Starfsmaður Flugþjónustunnar fylgir Lisu Marie um borð í einkaþotuna. Börnin þrjú sjást á innfelldu myndinni.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Starfsmaður Flugþjónustunnar fylgir Lisu Marie um borð í einkaþotuna. Börnin þrjú sjást á innfelldu myndinni.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson