Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

NFS safnaði 200 þúsund krónum fyrir Stígamót
Góðgerðanefnd NFS afhendir Stígamótum styrkinn.
Mánudagur 27. nóvember 2017 kl. 07:00

NFS safnaði 200 þúsund krónum fyrir Stígamót

Góðgerðanefnd Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja afhenti Stígamótum tæplega tvö hundruð þúsund króna styrk síðastliðinn föstudag, en peningnum safnaði nefndin og aðrir nemendur skólans í svokallaðri „Góðgerðaviku“ sem haldin var fyrr á önninni.

Nefndin seldi happdrættismiða og brjóstamöffins og nemendur skólans tóku einnig þátt í ýmis konar gjörningum til að safna pening. Nemendur fóru meðal annars í aflitun, fengu sér nafn nemendafélagsins húðflúrað á sig og hoppuðu í sjóinn þegar ákveðinni upphæð var náð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

NFS leggur mikið upp úr því að halda fyrirlestra og að fræða nemendur, en fyrr á önninni var einnig svokölluð „Kærleiksvika“ haldin þar sem Stígamót fræddu nemendur um kynferðislegt ofbeldi og Sigga Dögg og Blush.is fræddu ungmennin um kynlíf. Segir nefndin að Stígamót hafi orðið fyrir valinu í kjölfar þeirrar viku sem haldin var í skólanum, en Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.