Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Neyta ekki forkaupsréttar vegna sölu fiskiskipa
Þriðjudagur 24. maí 2016 kl. 09:39

Neyta ekki forkaupsréttar vegna sölu fiskiskipa

Tvö erindi vegna forkaupsréttar á tveimur fiskiskipum, vegna sölu þeirra úr Sveitarfélaginu Garði, voru til afgreiðslu bæjarráðs Garðs á síðasta fundi ráðsins.

Með tilvísun í 12. grein laga um stjórn fiskveiða samþykkir bæjarráð að neyta ekki forkaupsréttar vegna sölu á skipunum Stakki GK 180 og Frú Magnhildi GK 222 úr sveitarfélaginu.

Jónína Holm tók ekki þátt í afgreiðslu um skipið Stakk GK 180 vegna tengsla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024