Neyðarstig Almannavarna vegna eldgoss milli Hagafells og Stóra-Skógfells
Í kvöld hófst eldgos milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Ekki er enn vitað með umfang elgsossins en þyrla Landhelgisgæslunnar er að fara í loftið.
Upptökin eru nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og eldgosið sem varð 8. febrúar. Aðdragandi gossins var stuttur en gosið hófst kl. 20:23.
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi Almannavarna vegna eldgossins.