Neyðarlínan prófar viðvörunarkerfi í Grindavík
Allir farsímar sem eru inni á ákveðnum sendum farsímakerfisins í og við Grindavík munu fá SMS-skilaboð í dag. Það er hluti af prófun kerfisins vegna óvissuástands sem lýst var yfir í gær vegna hugsanlegrar jarðvár við Grindavík.
Prófunin á kerfinu mun fara fram í dag á sama tíma og íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu í Grindavík. Íbúafundurinn hefst kl. 16:00.